Hætta að selja í garða með höfrunga og hvali

(FILES) In this file photo taken on January 22, 2014 …
(FILES) In this file photo taken on January 22, 2014 visitors watch documents at the stand of TripAdvisor during the International Tourism Trade Fair (FITUR) in Madrid. - TripAdvisor does not clean up the fake reviews that artificially boost the reputation of top rated hotels, according to a survey of the British consumer association Which? (Photo by GERARD JULIEN / AFP) AFP

Umsagnasíðan TripAdvisor ætlar að hætta að hætta að selja miða í skemmtigarða þar sem höfrungar og hvalir eru til sýnis notaðir í sýningar. 

Ásamt styrktaraðila sínum Viator ætlar TripAdvisor að hætta öllum viðskiptum við þessa skemmtigarða og þar af leiðandi að hætta að hagnast á hverskyns viðskiptum við þá. 

Breytingarnar munu eiga sér stað á næstu mánuðum og verður TripAdvisor laus allra mála um áramótin. Fyrirtækið mun hinsvegar ekki hætta viðskiptum við garða sem hugsa um hvali sem er nú þegar haldið í ánauð. 

Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að TripAdvisor ákvað að hætta að selja miða í garða þar sem ferðamenn komast í návígi við vilt dýr sem lifa ófrjáls í görðum, eins og miða í útreiðartúr á fílum og sömuleiðis þar sem dýr eru notuð í sýningar.

TripAdvisor mun ekki selja miða á sýningar þar sem hvalir …
TripAdvisor mun ekki selja miða á sýningar þar sem hvalir eru til sýnis eða notaðir í sýningar. Hér er hvalurinn þekkti Tilikum í sýningu í SeaWorld árið 2009.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert