Ekki bara gamalt fólk á Kanarí

Lína Birgitta er stödd á Kanarí og segir að ekki …
Lína Birgitta er stödd á Kanarí og segir að ekki bara gamalt fólk fari til Kanarí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir er stödd á Kanarí um þessar mundir. Hún sagði á Instagram í gær að hún hafi fengið margar spurningar um hvernig það sé fyrir ungt fólk að fara til Kanarí.

Lína segir það ekki vera svo að það sé bara gamalt fólk á Kanarí heldur fullt af fólki á öllum aldri. Hún er í ferð með vinkonu sinni, Berglindi, og hófu þær ferðina á Lopesan Baobab Resort-hótelinu sem er í afrískum stíl. 

Þær vinkonurnar færðu sig svo yfir á annað hótel, Abora, sem er hluti af Lopesan-hótelkeðjunni, seinna í ferðinni. Það hótel er 4 stjörnu hótel en segir Lína að það sé stórgott og að sturtan á fjögurra stjörnu hótelinu sé betri en sturtan á fimm stjörnu hótelinu. Lopesan Baobab Resort er fimm stjörnu hótel og lifðu þær Berglind í lystisemdum þar og voru með einkasundlaug á svölunum. Á Abora segir Lína að sé meira af yngra fólki og meira líf og fjör. 

View this post on Instagram

Wednesdays plans for sure include our pool 💦...

A post shared by Abora by Lopesan Hotels 🧡 (@aborabylopesanhotels) on Aug 29, 2018 at 4:00am PDT

mbl.is