Krúttlegi kisinn Míló týndist í flugi

Eigandi Míló auglýsti eftir honum á Facebook eftir að hann …
Eigandi Míló auglýsti eftir honum á Facebook eftir að hann týndist í flugi. Skjáskot/Facebook

Kisueigandinn Molly McFadden týndi kettinum sínum Míló á ferðalagi frá München í Þýskalandi til Washington í Bandaríkjunum. McFadden flaug með Lufthansa og voru tveir kettir hennar geymdir í búri í farangursrými flugvélarinnar. 

McFadden bjó til sérstaka Facebook-síðu fyrir Míló og hefur hafið mikla leit að kettinum. Það er erfitt að týna gæludýri og eiga kettir McFadden sérstakan stað í hjarta hennar enda fékk hún þá þegar hún bjó í Þýskalandi fjarri fjölskyldu sinni í fjögur ár. 

Talið er að Míló hafi týnst á flugbrautinni í Washington þar sem var verið að safna saman farangri úr alþjóðlegum flugum. Beitt var öllum brögðum við leitina en hún skilaði ekki árangri. McFadden hefur ekki gefist upp og leitar nú út frá flugvellinum og hefur meðal annars fengið ábendingar frá fólki. 

Míló er ekki eini kötturinn sem hefur týnst á ferðalagi. Einn Facebook-notandi reyndi að hughreysta McFadden með því að segja frá því hvernig hann týndi kettinum sínum í átta daga eftir komu á LaGuardia-flugvöllinn í New York-ríki. Var kötturinn týndur í átta daga en að lokum komu flugvallarstarfsmenn auga á köttinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert