Öruggustu flugfélögin 2019

Finnair er efst á lista JACDEC.
Finnair er efst á lista JACDEC. AFP

Við gleymum okkur oft í því að bera saman flugfélög með tilliti til matseðils um borð, fríðinda og hvort frítt kaffi sé um borð. Það eru allt góðir og gildir hlutir til að bera saman flugfélög en það sem skiptir kannski meira máli er, hversu örugg eru flugfélögin?

Að fljúga er enn í dag einn af öruggustu ferðamátunum, þrátt fyrir að fréttir berist stundum af stórum flugslysum eru þau í minnihluta. Þýska fyrirtækið JACDEC hefur tekið saman lista yfir öruggustu flugfélögin árið 2019. Skammstöfunin JACDEC er stendur fyrri Jet Airliner Crash Data Evaluation Centre. 

Niðurstöðurnar eru byggðar á gögnum sem stofnunin hefur safnað um öll skráð atvik hjá flugfélögum í heiminum. Stofnunin nær til allra stórra og minni háttar atvika sem skráð eru en einnig ná gögnin utan um allar þær öryggisprófanir sem flugfélög þurfa að gera. Einnig er tekið tillit til árlegs farþegafjölda og því komast sjaldan lítil staðbundin flugfélög á lista JACDEC.

Þetta árið trónir finnska flugfélagið Finn Air á toppi lista JACDEC. Næst á lista er lággjaldaflugfélagið Scoot og því næst norska flugfélagið Norwegian.

  1. Finnair
  2. Scoot
  3. Norwegian
  4. Emirates
  5. Air Europa
  6. Transavia
  7. Etihad
  8. Virgin Atlantic
  9. KLM
  10. Jetstar
mbl.is