Sól og snjór í ferðaplönum Aniston

Það er bæði sól og snjór í ferðaplönum Jennifer Aniston.
Það er bæði sól og snjór í ferðaplönum Jennifer Aniston. AFP

Vinkona Jennifer Aniston sagði á dögunum í viðtali við UsWeekly að það væri bæði sól og snjór í ferðaplönum leikkonunnar á næstu misserum. 

Aniston hyggst skella sér í frí í kringum stórhátíðirnar í Bandaríkjunum ásamt vinkonum sínum og ætla þær á stað þar sem er bæði sól og snjór. „Hún er búin að skapa nokkuð góðan vinahóp sem er henni eins og fjölskylda. Hún eyðir mestum tíma sínum með þeim, sama hvort það er afmæli, frí eða bara kaffibolli á virkum degi, hún er alltaf umkringd góðum vinum,“ sagði heimildarmaður UsWeekly. Hún er að sögn vina sinna mikill gestgjafi í eðli sínu og heldur árlegt jólatrjáaboð í byrjun desember fyrir vini sína. 

Leitin að ástinni er ekki hátt á forgangslista Aniston. „Hún er ekki að leita sér að maka eða að fara á stefnumót þessa dagana. Ef hún myndi hitta einhvern sem henni litist á myndi hún samt ekki útiloka hann. En hún er mjög ánægð að vera einhleyp og hagar lífi sínu eins og hún vill,“ sagði heimildarmaður UsWeekly.

mbl.is