Margra mánaða vinna á bak við skrautið í París

Það er draumur að kaupa jólagjafir í París. Búið er að skreyta fyrir jólin víða en sérstaklega mikill metnaður er lagður í skreytingarnar hjá Printemps-versluninni á hverju ári. Í myndbandinu hér að ofan má skyggnast á bak við tjöldin áður en einn frægasti áhrifavaldur í heimi, hin ítalska Chiara Ferragni, afhjúpaði skrautið á fimmtudaginn. 

Hefðin fyrir jólaskrauti í gluggum á sér langa sögu í París. David Molière, listrænn stjórnandi hjá Printemps, segir að ævintýralegar jólaskreytingar hjá Printemps og öðrum stórverslunum hafi byrjað eftir fyrri heimsstyrjöldina og eigi sér því nær aldarlanga sögu. Eftir erfitt tímabil var þetta leið verslunareigenda til að gleðja Parísarbúa. 

Molière segir að vinnan við gluggaútstillingarnar fyrir jólin taki marga mánuði en í ár hófst hún í júlí.

Hér má sjá jólaskrautið hjá Printemps.
Hér má sjá jólaskrautið hjá Printemps. AFP
Chiara Ferragni við skrautlega gluggaútstillingu.
Chiara Ferragni við skrautlega gluggaútstillingu. AFP
Chiara Ferragni afhúpaði jólaskraut Printemps í París.
Chiara Ferragni afhúpaði jólaskraut Printemps í París. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert