Töskum með lás oftar stolið

Setur þú lás á þína tösku?
Setur þú lás á þína tösku? Ljósmynd/Colourbox

Með ferðatöskum fylgir stundum lítill lás sem eigandinn getur notað til að tryggja það að ferðataskan sé ekki opnuð af öðrum en honum. Starfsmaður á flugvelli segir að það sé ekki sniðugt að nota slíka lása því þeim töskum sé oftar stolið en öðrum. 

Samkvæmt starfsmanninum hverfa töskur með lás oftar en aðrar. Hann segir að þjófar sjái lásinn og hugsi með sér að eitthvað dýrmætt sé í töskunni, frekar en í öðrum ólæstum töskum. 

Hann sagði einnig að það væri ekki einu sinni hindrun fyrir öryggisverði á flugvellinum og að það sé frekar leitað í töskum með lás heldur en þeim töskum sem eru ekki með lás. Hann útskýrði að auðvelt er að opna rennilás og loka honum aftur án þess að það sjáist á töskunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert