Besta flugfélagið árið 2020

Air New Zealand Boeing 787-9 Dreamliner.
Air New Zealand Boeing 787-9 Dreamliner. AFP

Lægsta flugfargjaldið er ekki alltaf það sem ræður för þegar fólk velur sér flug. Orðspor og gæði flugfélaga skiptir einnig máli en svo virðist sem Air New Zealand sé þar fremst í flokki. Flugfélagið var efst á lista þegar Airline Ratings tók saman bestu flugfélögin fyrir árið 2020. 

Þar með fellur Singapore Airlines niður í annað sætið en Air New Zealand lenti í öðru sæti í fyrra. Þetta er í sjötta sinn sem nýsjálenska flugfélagið endar á toppnum. Á meðal þess sem tekið er mið af er nýsköpun, öryggi, forysta á svið umhverfismála og ánægja starfsfólks. 

Hér má sjá lista yfir flugfélögin sem enduðu á topp tíu listanum. 

1. Air New Zealand.

2. Singapore Airlines.

3. All Nippon Airways.

4. Qantas.

5. Cathay Pacific.

6. Emirates.

7. Virgin Atlantic

8. EVA Air.

9. Qatar Airways.

10. Virgin Australia.

mbl.is