Forðastu slæm hótel með þessu ráði

Skoðaðu hótelið á Instagram til að forðast ömurleg hótel.
Skoðaðu hótelið á Instagram til að forðast ömurleg hótel. Ljósmynd/Unsplash

Hótelið er kannski ekki stærsti hlutinn af upplifuninni en það skiptir svo sannarlega máli. Þið ykkar sem eru miklir aðdáendur hótela ættuð að nýta ykkur þetta ráð áður en þið bókið herbergi fyrir næstu ferð.

Herbergi líta alltaf betur út á mynum á bókunarsíðunni en í raunveruleikanum. Þar eru líka bara dregnar fram bestu umsagnirnar um hótelið svo þú heldur að þú sért að ganga inn í einhverja paradís þegar hótelið reynist vera bara allt í lagi eða jafnvel skelfilegt. 

Til að forðast þetta er gríðargóð hugmynd að nýta sér tæknina og samfélagsmiðla. Áður en þú bókar herbergi á hóteli ættirðu að fletta því upp á Instagram. Ekki bara aðgangi hótelsins sjálfs heldur líka þar sem aðrir hafa merkt staðsetninguna sína á Instagram. 

Þá geturðu séð hvernig hótelherbergin eru í raun og veru. Nú á dögum samfélagsmiðla er fólk líka duglegt að kvarta undan slæmri upplifun á ferðalögum svo með því að skoða myndirnar á Instagram og fletta hótelinu upp á Google gætirðu fundið umsagnir um hvernig hótelið er í raun og veru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert