Togaði í fléttur indíána í öryggisleitinni

Tara Houska.
Tara Houska. Skjáskot/Twitter

Starfsmaður í öryggisleitinni á alþjóðaflugvellinum í St. Paul í Minnesota togaði í fléttur indíánakonu sem átti leið þar í gegn 13. janúar. 

Konan, Tara Houska, er af ættum indíána í Norður-Ameríku og var illa brugðið við hártog starfsmannsins. Houska segir hana hafa togað í aðra fléttu sína eins og taum á hesti og sagt henni að hressa sig við (e. giddy up). 

Hún segist hafa upplifað mikla reiði og niðurlægingu við atvikið. Hún segir starfsmanninn hafa nýtt sér valdastöðu sína til að niðurlægja hana.

Yfirmaður öryggisleitarinnar í Minnesota, Cliff van Leauven, hefur beðið Houska afsökunar og sent tölvupóst til allra starfsmanna þar sem kemur fram að deildin muni læra af þessu. 

mbl.is