Sveppi fór í risaferðalag með pabba sínum

Sverrir Þór Sverrisson sjónvarpsstjarna og grínari fór í heimsreisu í fyrra með pabba sínum, Sverri Friðjónssyni. Feðgarnir gerðu sjónvarpsþætti um ferðalagið sem sýndir verða í Sjónvarpi Símans Premium í febrúar. 

Þáttaröðin heit­ir „Pabbi skoðar heim­inn“ og verður fyrsti þátt­ur­inn sýnd­ur 4. fe­brú­ar. Þetta er frum­raun föður­ins á hvíta tjald­inu en son­ur­inn hef­ur verið þar iðinn við kol­ann frá alda­mót­um. „Sverr­ir Þór sagði að ég héngi bara heima, nennti ekki að hreyfa mig, færi aldrei út og kom­inn væri tími til þess að dusta rykið af skón­um, fara aft­ur með hon­um á Roll­ing Stones-hljóm­leika, sjá Totten­ham spila eða gera eitt­hvað,“ seg­ir Sverr­ir í viðtali við Morgunblaðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert