Pabbi skoðar heiminn

Feðgarnir Sverrir Friðþjófsson, sem kallaður var Sveddi í skóla, og Sverrir Þór Sverrisson, sem gjarnan er nefndur Sveppi, fóru með kvikmyndagerðarmönnum í heimsreisu í fyrra, ferðalagið var tekið upp og verður sýnt í sex þáttum í Sjónvarpi Símans.

Þáttaröðin heitir „Pabbi skoðar heiminn“ og verður fyrsti þátturinn sýndur 4. febrúar. Þetta er frumraun föðurins á hvíta tjaldinu en sonurinn hefur verið þar iðinn við kolann frá aldamótum. „Sverrir Þór sagði að ég héngi bara heima, nennti ekki að hreyfa mig, færi aldrei út og kominn væri tími til þess að dusta rykið af skónum, fara aftur með honum á Rolling Stones-hljómleika, sjá Tottenham spila eða gera eitthvað,“ segir Sverrir um aðdraganda þáttanna.

Hann segir að þessar tillögur hafi engu breytt í nokkur ár. „Þá varpaði Sverrir Þór fram þeirri hugmynd að ég gerði óskalista, skrifaði niður hvert ég vildi fara, hvað ég vildi gera, en ekkert varð úr því. Loks snerist umræðan um að heimsækja nokkrar borgir, fara út fyrir Evrópu og Bandaríkin, sem ég hafði aldrei gert, og við ákváðum að fara í heimsreisu á fjórum vikum.“

Sjá samtal við Sverri í heild á baksíðu Morgunblaðsins 16. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »