Beckham-fjölskyldan sýndi takta í Kanada

David Beckham birti mynd á Instagram af fjölskyldu sinni á …
David Beckham birti mynd á Instagram af fjölskyldu sinni á skíðum. Skjáskot/Instagram

Það eru ekki bara vetrarfrí í grunnskólum á Íslandi um þessar mundir. Í Bretlandi nýtti hin fræga Beckham-fjölskylda vetrarfríið til þess að fara á skíði. Flugu þau alla leið til Kanada til þess að komast á gott skíðasvæði. 

Beckham-hjónin hafa verið dugleg að birta myndir frá fríi sínu. Voru öll fjögur börnin með í för auk þess sem kærasta næstelsta drengs þeirra, Romeo Beckhams, var með í för. Voru feðgarnir David og Cruz Beckham á bretti á meðan aðrir voru á skíðum. 

Skíðasvæðið í Whistler er í um 125 kílómetra fjarlægð frá borginni Vancouver í Kanada. Hluti Vetrarólympíuleikanna árið 2010 fór fram á svæðinu. Fimm daga lyftupassi á skíðasvæðið kostar um 90 þúsund krónur. 

View this post on Instagram

Is there anything you can’t do?!? I’m impressed @davidbeckham x

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Feb 22, 2020 at 8:14pm PSTView this post on Instagram

Wow! @cruzbeckham 💫

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Feb 22, 2020 at 7:06pm PST

View this post on Instagram

So much fun skiing 😍

A post shared by ROMEO (@romeobeckham) on Feb 22, 2020 at 5:32pm PST
mbl.is