Erfið ákvörðun að koma fyrr heim

Kristjana, Agata, Jón og Jóhann fljúga heim á morgun.
Kristjana, Agata, Jón og Jóhann fljúga heim á morgun. Ljósmynd/Aðsend

Kristjana Ýr Herbertsdóttir og þrír ferðafélagar hennar segja að það hafi verið hrikalega erfið ákvörðun að ákveða að koma heim fyrr úr heimsreisu sem átti að vera sex mánaða löng. 

Þau Kristjana, Agata, Jón og Jóhann héldu út til Asíu í byrjun febrúar. Upprunalega planið var að ferðast til 22 landa víðs vegar um heim, til Egyptalands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Maldíveyja, Srí Lanka, Kína, Japans, Taílands, Laos, Kambódíu, Víetnams, Malasíu, Singapúr, Filippseyja, Indónesíu, Ástralíu, Fiji, Nýja-Sjálands, Síle, Bólivíu, Perú, Ekvador og Bandaríkjanna og var flest alltbókað.

„Áður en við lögðum af stað, þegar veiran var enn bara innan Kína, þá ákváðum við að sleppa Kína og vera lengur í Srí Lanka og bæta við annarri viku í Taílandi. Þegar við vorum í Pattaya í Taílandi á leiðinni upp á flugvöll til Japans var okkur bent á það að við kæmumst ekki aftur inn til Taílands frá Japan án þess að fara í sóttkví og þá hefðum við misst af 30 daga Indókínaferðinni okkar. Því ákváðum við að vera enn lengur í Taílandi þar til Indókínaferðin átti að byrja og vera þá 10 nætur á Suður-Taílandi. Þegar við komum til Suður-Taílands og höfðum gist eina nótt versnaði ástandið í heiminum töluvert og gefið var út að um heimsfaraldur væri að ræða,“ segir Kristjana í viðtali viðmbl.is. 

Ferðin hefur þó verið góð hingað til.
Ferðin hefur þó verið góð hingað til. Ljósmynd/Aðsend

Hún segir að þau hafi ekki mikið velt þessu fyrir sér í fyrstu, aðeins lesið fréttir reglulega. „Þar sem við vorum í fyrstu voru engin smit þannig að við vorum aldrei hrædd um að lenda í þessu. Það var ekki fyrr en í Taílandi þegar það var farið að dreifast miklu hraðar og á fleiri staði sem við fórum að vera frekar óróleg og lágum á netinu að skoða allar mögulegar fréttir um Covid-19 og þegar það var farið að setja ferðatakmarkanir og bönn vissum við að við værum í fokki,“ segir Kristjana.

Hópurinn segir það hafa verið erfiða ákvörðun að snúa fyrr …
Hópurinn segir það hafa verið erfiða ákvörðun að snúa fyrr heim. Ljósmynd/Aðsend

Þau þurftu því að taka þá erfiðu ákvörðun að fara heim eftir aðeins sex vikur á flakki um heiminn. Þau fljúga heim á morgun, þriðjudag, frá Taílandi. „Ástæðan fyrir þessari ákvörðun var einfaldlega sú að við þorum ekki að taka áhættuna á að vera lengur í Asíu eins og staðan er núna. Það síðasta sem við viljum lenda í er að vera föst einhvers staðar annars staðar en heima hjá okkur. Síðan var líka búið að aflýsa Indókínaferðinni okkar sem átti að vera 22. mars og loka Filippseyjum og við vorum nú þegar búin að sleppa tveimur löndum,“ segir Kristjana. 

Ljósmynd/Aðsend

„Allir í kringum okkur töluðu lengi um að það væri best fyrir okkur að koma heim áður en við tókum ákvörðun. Sérstaklega foreldrar, ömmur og afar. En það var ekki fyrr en okkur var ráðlagt af Kilroy, sem heldur utan um ferðina okkar, og utanríkisráðuneytið benti okkur á að það væri besti kosturinn í stöðunni eins og hún er núna sem við virkilega fórum að spá í að fara heim. En þetta var hrikalega erfið ákvörðun þar sem miklir peningar hafa farið í þessa ferð og óvíst hvort við fáum allt, eða yfirhöfuð eitthvað, endurgreitt,“ segir Kristjana.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert