Lengsta lokun á friðartímum

Eiffel turninn opnaði í dag.
Eiffel turninn opnaði í dag. AFP

Eiffel turninn í París í Frakkland opnaði í dag í fyrsta skipti í 104 daga. Lokað var fyrir skoðunarferðir um turninn vegna kórónuveirunnar en er þetta lengsta lokun turnsins á friðartímum. 

Ferðamenn sem eru farnir að tínast til borgarinnar einn af öðrum eru ánægðir með opnunina og það eru heimamenn líka. „Þetta er mjög sérstakt af því að það eru aðeins íbúar Parísar hérna. Við höfum fylgst með fullt af Parísarbúum njóta borgarinnar sinnar og njóta garðanna án allra ferðamannanna,“ sagði Annelies Bouwhuis, ferðamaður frá Hollandi, í viðtali við AP

Lyftan sem að öllu jöfnu færir gestina upp á topp er lokuð og eru fyrstu tveir útsýnispallarnir af þremur aðeins opnir. Gestir þurfa því að príla tröppurnar til að njóta útsýnisins en á móti þeim tekur fallegt útsýni og léttur andvari. 

104 daga lokuninni fylgdi mikið tekjutap en samkvæmt framkvæmdarstjóra turnsins urðu þau af 27 milljónum evra vegna lokunarinnar.

Flestir vinsælir áfangastaðir ferðamanna eru enn lokaðir í París en stefnt er að opnun Lourve safnsins þann 6. júlí næstkomandi.

Gestir bíða í röð eftir opnuninni.
Gestir bíða í röð eftir opnuninni. AFP
Gestir fóru með öllu gát.
Gestir fóru með öllu gát. AFP
Gestir þurftu að taka stigann upp á útsýnispallana.
Gestir þurftu að taka stigann upp á útsýnispallana. AFP
Útsýnið er vel þess virði.
Útsýnið er vel þess virði. AFP
Útsýni yfir ána Signu.
Útsýni yfir ána Signu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert