Berlín að hætti Línu og Gumma

Gummi og Lína njóta Berlínar.
Gummi og Lína njóta Berlínar. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir og kærasti hennar Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi „kíró“, skelltu sér til Berlínar í Þýskalandi um helgina. 

Lína og Gummi eru bæði smekkmanneskjur og nutu alls þess besta sem borgin hefur upp á að bjóða. Margir eru forvitnir um ferðalag parsins á meðan heimsfaraldur geisar en Lína segir ferðalagið hafi verið öðruvísi en allt gengið vel. 

Þið eruð helvíti mörg búin að spyrja hvernig sé að ferðast í þessu ástandi. Fyrir flug þarf maður að checka inn allan farangur og líka handfarangur nema þið séuð með mjög litla tösku sem passar undir sætið hjá næsta farþega. Það verða allir að fljúga með grímu og það er engin afgreiðsla um borð í vélunum. Það verða einnig allir að nota grímu í verslunum og helst í leigubílum, Uber og þess háttar. Það er spritt alls staðar og á flestum stöðum er maður beðinn um að spritta sig áður en maður kemur inn (helst í verslunum) og svo er maður beðinn um að skrifa niður nafnið sitt og hvar maður er að gista upp á að það sé hægt að rekja ferðir manns! Annars eru flestir bara helvíti góðir á því,“ segir Lína í færslu sinni á Instagram

Lína er mikil brunch-kona og mælir með tveimur morgunverðar/brunch-stöðum í borginni. Hún mælir með staðnum Mahlo Brunch Bar og hrósar sérstaklega acai-skálinni og pönnukökunum. Hún mælir einnig með morgunverðarstaðnum Factory Girl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert