Beyoncé og Jay-Z á glæsisnekkju á Miðjarðarhafi

Beyoncé og Jay-Z njóta nú á Miðjarðarhafinu um borð í …
Beyoncé og Jay-Z njóta nú á Miðjarðarhafinu um borð í glæsi snekkju.

Stjörnuparið Beyoncé Knowles og Jay-Z siglir nú um Miðjarðarhafið og nýtur lífsins á evrópskum ströndum. Í vikunni sást til hjónanna með börn sín þrjú í Króatíu. 

Snekkjan sem fjölskyldan siglir um á er heldur betur glæsileg en hún heitir Lana og er í eigu Imperical Yachts. Hún er 107 metrar að lengd og ein af mestu glæsisnekkjum heims. Í henni eru hvorki meira né minna en átta herbergi; sjö VIP herbergi og ein stór svíta. Á þaki snekkjunnar er sundlaug og einnig má finna heilsulind um borð. 

Tólf gestir geta dvalið um borð í snekkjunni en henni fylgja 34 starfsmenn. Hver vikar kostar um tvær milljónir bandaríkjadala.

Glæsi snekkjan Lana.
Glæsi snekkjan Lana. Ljósmynd/RobReport
Ljósmynd/RobReport
Ljósmynd/RobReport
mbl.is