Kemur ekki til greina að takmarka ferðalög innanlands

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki komi til greina að …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki komi til greina að takmarka ferðalög innanlands. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að það kæmi ekki til greina að takmarka ferðalög innanlands. Á upplýsingafundi almannavarna í gær sagði Þórólfur að honum þætti áhyggjuefni að smit væru að greinast utan höfuðborgarsvæðisins. 

Í viðtali eftir fundinn sagði hann að ekki komi til greina að skoða að takmarka ferðalög innanlands eða loka fyrir ferðalög til eða frá höfuðborgarsvæðinu. 

„Við höfum aldrei beitt ferðatakmörkunum innanlands í baráttunni við Covid. Við höfum ekki talið ástæðu til þess. Það er ekkert stórt áhyggjuefni hjá mér að smitin séu að færast út á land við erum bara að sjá tölurnar og vekja athygli á því. Þannig að við höfum svosem alltaf haft það í huga smit hafa verið að greinast út á landi,“ sagði Þórólfur í samtali við mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert