Undirbúa komu Harrys til Bretlands

Harry er sagður staðráðinn í að fara til Bretlands um …
Harry er sagður staðráðinn í að fara til Bretlands um jólin en Meghan er efins um hvort hún ætli. AFP

Harry Bretaprins er sagður vera á leið til Bretlands yfir jólin. Ekki er víst hvort eiginkona hans, Meghan hertogaynja, og sonur hans Archie verða með í för. 

„Það er búið að undirbúa Frogmore Cottage fyrir komu hans í desember,“ sagði heimildarmaður UsWeekly um málið. „Eins og staðan er núna er Meghan ekki viss hvort hún flýgur með Harry,“ sagði hann. 

Meghan og Harry voru áður til heimilis í Frogmore Cottage áður en þau fluttu til Bandaríkjanna. Sögur hafa verið á kreiki um illdeilur í bresku konungsfjölskyldunni eftir að Harry og Meghan báðust undan konunglegum skyldum sínum og fluttu frá Bretlandi. 

Þau búa núna í Montecito í Santa Barbara í Kaliforníu. 

Harry, Meghan og Archie eyddu jólunum 2019 í Kanada en voru í september sögð stefna á að eyða jólunum í Bretlandi þetta árið. „Það er mikið um hefðir í fjölskyldunni hans og þau elska þær hefðir bæði. Kórónuveiran hefur mikil áhrif á plön þeirra og þau taka bara einn dag í einu og vonast til að þau komist öll saman til Bretlands,“ sagði heimildarmaður UsWeekly í september.

mbl.is