VITA býður upp á jólaferðir í sólina

Ferðaskrifstofan VITA ætlar að bjóða upp á jólaferðir til Kanarí …
Ferðaskrifstofan VITA ætlar að bjóða upp á jólaferðir til Kanarí og Tenerife.

Ferðaskrifstofan VITA ætlar að bjóða upp á ferðir til Tenerife og Kanarí nú um jólin. Flogið verður með beinu flugi með Icelandair. 

Flogið verður til Tenerife þann 21. desember og til baka til Íslands þann 2. janúar. Flogið verður til Kanarí þann 22. desember og til baka þann 4. janúar. 

VITA er ekki fyrsta íslenska ferðaskrifstofan sem ætlar að bjóða upp á ferðir í sólina um jólin en ferðaskrifstofan Aventura ætlar að bjóða upp á beint flug til Alicante yfir jólin með Icelandair. 

Nánar er hægt að kynna sér jólaferðir VITA á vef þeirra.

mbl.is