Naut sín nakin í fríinu

Hannah Brown skelti sér til Cabo San Lucas í Mexíkó.
Hannah Brown skelti sér til Cabo San Lucas í Mexíkó.

Bachelorette-stjarnan Hanna Brown er í fríi í Cabo San Lucas í Mexíkó um þessar mundir. Af myndunum að dæma hefur Brown nýtt tímann vel til þess að sóla líkamann. 

Brown birti mynd af sér nakinni í óendanleika-sundlaug með gullfallegu útsýni yfir Kyrrahafið. Myndin hefur hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum en ekki voru allir ánægðir með hana. „Ég þurfti ekki að sjá þetta,“ skrifaði Patrick Brown, bróðir hennar. 

San Cabo Lucas er vinsæll áfangastaður ríka og fræga fólksins í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bærinn er á ysta odda Kaliforníuflóaskagans í Mexíkó. Kim Kardashian West og eiginmaður hennar Kanye West skelltu sér meðal annars þangað á valentínusardeginum fyrr á þessu ári.

View this post on Instagram

Views

A post shared by Hannah Brown (@hannahbrown) on Oct 23, 2020 at 7:18pm PDT

mbl.is