Tvær verðlaunamyndanna teknar á Íslandi

Auga drekans. Ljósmyndin sem lenti í 2. sæti.
Auga drekans. Ljósmyndin sem lenti í 2. sæti. Skjáskot/Instagram/Manish Mamtani

Íslenskt landslag hefur lengi verið vinsælt efni færustu ljósmyndara heims. Ljósmynd af íslensku landslagi lenti í 2. sæti í landslagsflokki í 11. Epson International Pano Awards-ljósmyndakeppninni sem lauk nú á dögunum. Önnur mynd af Íslandi lenti í 43. sæti í sama flokki.

Tilgangur keppninnar er að draga fram bestu myndir ljósmyndara sem fanga víðmyndir. Alls tóku 1.452 ljósmyndarar þátt í kepnninni og lögðu fram 5.859 myndir til hennar. 

Ljósmyndarinn Manish Mamtani tók ljósmyndina Dragon Eye sem lenti í öðru sæti en Mieke Boynton tók ljósmyndina Rivers of Iceland sem lenti í 43. sæti. 

Ljósmyndirnar sem um ræðir og fleiri myndir má skoða hér.

mbl.is