Kúluhúsin á saltsléttunni opnuð aftur í byrjun desember

Kúluhúsin sex á saltsléttunni í Bólivíu þykja einstaklega falleg.
Kúluhúsin sex á saltsléttunni í Bólivíu þykja einstaklega falleg. mbl.is/Kachi Lodge

Kúlúhúsin sex á saltsléttunni í Bolivíu í miðvesturhluta Suður-Ameríku hafa vakið athygli ferðamanna um víða veröld á undanförnum árum. Húsin, sem nefnast Kachi Lodge, eru fyrir ævintýrafólk sem vill gista á stöðum sem minna á framtíðina en eru gerð með hagsmuni umhverfisins í huga.

Þeir sem hafa komið á þessa einstöku saltsléttu segja umhverfið minna á geiminn, að undanskildu eldfjallinu sem stendur við sléttuna sem minnir á magnaðan kraft náttúrunnar á jörðinni. 

Í húsunum er lögð sérstök áhersla á að gestirnir geti horft til himins, sem þykir einstakt, sér í lagi á nóttunni. Innréttingar eru fallegar og uppsetningin stílhrein.

Þeir sem eru að safna fyrir ferðalögum framtíðarinnar munu án efa horfa til Kachi Lodge-húsanna þegar ferðalög fara aftur af stað á fullu í náinni framtíð.

Kúluhúsin eru fallega innréttuð.
Kúluhúsin eru fallega innréttuð. mbl.is/Kachi Lodge
Við hönnun kúluhúsanna er hugsað fyrir því að gestir geti …
Við hönnun kúluhúsanna er hugsað fyrir því að gestir geti notið útsýnisins. mbl.is/Kachi Lodge
Falleg hús í skemmtilegu umhverfi.
Falleg hús í skemmtilegu umhverfi. mbl.is/Kachi Lodge
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert