Drukkin og hálfnakin kona til trafala

Konan hefur verið ákærð fyrir að valda óspektum á almannafæri …
Konan hefur verið ákærð fyrir að valda óspektum á almannafæri og fyrir að vera drukkin á almannafæri. AFP

Uppi varð fótur og fit um borð í flugvél United Express í Bandaríkjunum á dögunum þegar drukkin kona lét öllum illum látum og afklæddi sig til hálfs.

Atvikið átti sér stað 5. nóvember. Flugvélinni var nauðlent í Mobile í Alabama en hún var á leið frá Jacksonville í Flórída til Houston í Texas. 

Konan, Sierra Nicole McClinton, lenti í slagsmálum við annan farþega áður en hún var gómuð af flugþjóni og enn öðrum farþega. Hún var samkvæmt farþegum í vélinni drukin og öskrandi á fólk um borð. 

Á einhverjum tímapunkti í átökunum hóf hún að klæða sig úr fötunum og var aðeins á nærfötunum. Hún var í bol og buxum þegar lögregla handtók hana á fluvellinum í Mobile. 

Eftir nauðlendinguna í Mobile hélt vélin áfram til Houston. Konan hefur verið ákærð fyrir óspektir á almannafæri og fyrir að vera drukkin á almannafæri.

mbl.is