Magnaðar myndir af „tré lífsins“

Derry Moroney kallar formið tré lífsins.
Derry Moroney kallar formið tré lífsins. Skjáskot/Instagram

Áhugaljósmyndarinn Derry Moroney náði mögnuðum myndum af vatninu Cakora í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í sumar. Hann notaði dróna til að taka myndirnar en á þeim má greinilega sjá hvernig áin rennur úr vatninu og til sjávar.

Fyrstu myndina tók hann í júlí en hann hefur reglulega tekið myndir af vatninu síðastliðna sex mánuði. Á þessum einstöku myndum má sjá móta fyrir fallegum trjáformum og í vatninu form sem hann kallar „tré lífsins“. 

mbl.is