Náði magnaðri mynd af sólinni

Mynd Andrew McCarthy þykir ansi mögnuð.
Mynd Andrew McCarthy þykir ansi mögnuð. Skjáskot/Instagram/Cosmic_background

Myndband sem ljósmyndarinn Andrew McCarthy náði af sólinni á dögunum hefur vakið mikla athygli. McCarthy var að taka mynd af sólinni þegar flugvél flaug einmitt fram hjá henni og truflaði myndatökuna. 

Úr varð þó ansi mögnuð mynd og myndband sem hefur vakið mikla athygli. 

Fáar flugvélar fljúga um heiminn um þessar mundir vegna heimsfaraldursins sem gerir þessa mynd enn sérstakari. Talið er að umrædd flugvél sé vél United Airlines og að hún hafi verið á leið frá San Francisco til Newark. 

„Þegar þú tekur jafn oft myndir og ég aukast líkurnar á skemmtilegum slysum. Eins og þessi flugvél sem truflaði myndina mína af sólinni síðdegis í gær. Algjörlega óplanað atvik, en það bætti samt einhverju við myndina sem gerir hana einstaklega fallega,“ skrifaði McCarthy við myndina á Instagram.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert