Nektarmyndataka með fíl vekur reiði

Alesya Kafelnikova fór í nektarmyndatöku á fíl.
Alesya Kafelnikova fór í nektarmyndatöku á fíl. Skjáskot/Twitter

Rússneska fyrirsætan Alesya Kafelnikova hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fara í nektarmyndatöku með fílum á meðan hún var í fríi á indónesísku eyjunni Balí. Kafelnikova er dóttir rússneska tennisleikarans Jevgenís Kafelnikovs. 

Kafelnikova birti myndband af sér nakinni ofan á asíufíl af Súmötruætt. Þessi tegund fíla er í bráðri útrýmingarhættu en talið er að aðeins 700 til 1.000 slíkir fílar séu til í heiminum. 

Dýraverndunarsamtök hafa gagnrýnt myndatökuna harðlega og sagt hana vera ofbeldi gagnvart dýrum í útrýmingarhættu. Eftir gagnrýnina eyddi Kafelnikova myndbandinu og birti seinna mynd af sér að þvo fíl. Þar skrifaði hún að hún hefði unnið sem sjálfboðaliði í mörg ár og styrkt dýraverndunarsamtök. 

„Það er sorglegt að fólk sjái þetta sem ofbeldi og ekki sem fegurð og ást fyrir náttúrunni. Ég elska dýr, ég elska fíla! Og ég elska Balí svo mikið,“ skrifaði Kafelnikova. 

View this post on Instagram

A post shared by Alesya Kaf (@kafelnikova_a)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert