Bieber-hjónin gerðu allt vitlaust í París

Justin og Hailey Bieber fóru til Parísar á dögunum.
Justin og Hailey Bieber fóru til Parísar á dögunum. Skjáskot/Instagram

Stjörnuhjónin Justin og Hailey Bieber voru í París þegar tónlistarmaðurinn fagnaði 27 ára afmæli sínu á mánudaginn. Það sást til hjónanna snæða kvöldverð í Los Angeles á föstudaginn en þau voru mætt í aðra heimsálfu stuttu seinna. 

Hjónin innrituðu sig á Mandarin Oriental-hótelið í París að því fram kemur á vef Daily Mail. Hótelið er fimm stjörnu lúxushótel í í hjarta Parísar. Æstir aðdáendur Biebers mættu fyrir utan og skarst lögregla í leikinn vegna brota á sóttvarnareglum. „Það biðu margir aðdáendur fyrir framan Mandarin Oriental-hótelið, hótel Justins Biebers. Lögreglan tryggði öryggi með því að koma aðdáendum fyrir á gangstétt en aðdáendum fjölgaði. Lögreglan bað þá aðdáendur að yfirgefa svæðið innan 15 mínútna, eftir það yrðu þeir handteknir fyrir ólöglega samkomu vegna Covid,“ sagði heimildarmaður. 

Annað hótel í París vakti athygli á meðan Bieber var í borginni en tónlistarmaðurinn sást taka upp myndband á þaksvölum hins sögufræga hótels Hotel de Crillon. mbl.is