5 krúttlegustu smábæirnir

Svona getur raunveruleikinn verið draumi líkastur.
Svona getur raunveruleikinn verið draumi líkastur. Unsplash.com/Dirk Goncalves

Það þarf ekki að leita út fyrir Evrópu til þess að finna krúttlega smábæi sem fanga hjartað og veita andagift. Ferðavefurinn tók saman fimm flotta smábæi sem fá ferðaþyrsta til þess að iða í skinninu.

1. Cobh – Írland

Cobh á Írlandi á sér mikla sögu en er líka …
Cobh á Írlandi á sér mikla sögu en er líka fallegur staður að heimsækja. Húsin eru litrík og útsýnið fallegt. Unsplash.com/Jason Murphy

Þetta sjarmerandi írska sjávarpláss er þrungið sögu. Þarna fór fólk um borð í hið sögufræga skip Titanic og hægt er að heimsækja safn til minningar um þá sem fórust. Þar skammt hjá er líka gömul fangaeyja, svokölluð Alcatraz þeirra Íra. 

2. Albarracín – Spánn

Spánn er skemmtilegt land að heimsækja og smábæirnir þar guðdómlegir.
Spánn er skemmtilegt land að heimsækja og smábæirnir þar guðdómlegir. Unsplash.com/Sergio Otoya

Í gegnum tíðina hefur verið hart barist um yfirráð yfir spænska smábænum Albarracín enda vel staðsettur. Bærinn samanstendur af þyrpingum af terracotta-húsum sem ljá svæðinu mikinn persónuleika og sjarma. Besti tíminn til þess að heimsækja þetta þorp er í september þegar hitinn er ekki óbærilegur en þá er líka mikill hátíðartími. Nautin hlaupa frjáls um götur og allir eru í búningum.

3. Álasund – Noregur

Alesund í Noregi er smekklegur fiskibær með guðdómlegt útsýni.
Alesund í Noregi er smekklegur fiskibær með guðdómlegt útsýni. Unsplash.com/Lokeland

Þegar höfnin í Álasund brann til grunna árið 1904 hefði auðveldlega mátt taka þá ákvörðun að gefast upp og fara eitthvað annað en staðsetningin var einfaldlega of frábær þannig að Ålesund var byggt upp að nýju. Á þeim tíma var art nouveau-stefnan allsráðandi og ber bærinn þess glöggt merki með fallega máluðum húsum í mildum pastellitum. 

4. Chora – Grikklandi

Chora á Grikklandi býður upp á ekta gríska smábæjarupplifun.
Chora á Grikklandi býður upp á ekta gríska smábæjarupplifun. Unsplash.com/Clement Souchet

Það er ekki endilega einfalt að komast til Chora en alveg þess virði. Fyrst þarf maður að koma sér til grísku eyjunnar Santorini og þaðan taka ferju til Folegandros. Þá stekkur maður um borð í strætó sem brunar upp brattar hlíðarnar inn í þennan smábæ. Þar tekur á móti manni ekta grískur bær með hlykkjóttum götum og fagurlega skreyttum hurðum. Maturinn þar er einnig sagður dásamlegur.

5. Rovinj – Króatíu

Rovinj á Króatíu er fallegur smábær við hafið.
Rovinj á Króatíu er fallegur smábær við hafið. Unsplash.com/Anna Church

Króatía er vinsæll áfangastaður fyrir Evrópubúa. Þar er allt til alls, gott veður og góður matur. Nálægð Rovinj við Ítalíu gerir það að verkum að hin mikla matarmenning Ítala hefur smitast þangað yfir. Í Rovinj ríkir hægur taktur í lífinu, gamli bærinn er algjörlega bíllaus og göturnar hlykkjóttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert