Snattast um á einkaþotu systur sinnar

Kendall Jenner skellti sér í helgarferð frá Los Angeles til …
Kendall Jenner skellti sér í helgarferð frá Los Angeles til New York. Ferðin kostaði 6,3 milljónir á einkaþotu systur hennar. AFP

Það eru ekki allir jafn lukkulegir með systur og fyrirsætan Kendall Jenner en hún fær reglulega afnot af einkaþotu systur sinnar, milljarðamæringsins Kylie Jenner. Um liðna helgi skrapp fyrirsætan frá Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna yfir til New York-borgar á austurströndinni. 

Kendall flaug á föstudegi til New York og til baka á sunnudag. Áætlaður kostnaður við þennan skreppitúr er um 6,3 milljónir króna.

Helgarferð Kendall hefur vakið athygli en á sama tíma hvatti systir hennar Kylie fólk til að leggja fé í sjúkrasjóð förðunarfræðings síns, Samuels Rauda. 

„Kannski hefði hún getað verið heima og lagt fé í söfnunina hjá förðunarfræðingi Kylie,“ sagði heimildamaður Page Six um málið. 

mbl.is