Fjölskyldur sameinaðar eftir 400 daga aðskilnað

Fagnaðarfundir beggja vegna Tasmanhafs í gær.
Fagnaðarfundir beggja vegna Tasmanhafs í gær. AFP

Ástralía og Nýja-Sjáland opnuðu í gær fyrir ferðalög á milli landanna tveggja. Þá þurfa ferðalangar frá Nýja-Sjálandi ekki að fara í sóttkví við komu til Ástralíu og öfugt. Fagnaðarfundir voru á flugvöllum beggja vegna Tasmanhafs þegar fjölskyldur sameinuðust á ný eftir langan aðskilnað. 

Lorrain Wratt, Nýsjálendingur, sem festist í Ástralíu í desember á síðasta ári, sagði við fréttastofu AFP að þetta væri yndislegt. 

„Við komum til Ástralíu 11. desember til að eyða jólunum með börnunum okkar. Við ætluðum að fara heim í febrúar og þetta er búið að vera pínu martröð,“ sagði Wratt. 

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, sagði fagnaðarfundina vera eins og úr kvikmynd. „Love Actually, ég ímynda mér að þetta sé líkt því,“ sagði Ardern. Ardern sjálf var í skýjunum en hún átti von á nokkrum ættingjum. 

Ferðabúbblan svokallaða hefur verið í vinnslu í marga mánuði á milli Ástralíu og Nýja-Sjálands en í báðum ríkjum hefur baráttan við kórónuveiruna gengið mjög vel. 

Fjöldi Nýsjálendinga býr í Ástralíu og fyrir heimsfaraldurinn voru tíðar ferðir á milli landanna tveggja. Flestir erlendir ferðamenn á Nýja-Sjálandi eru líka frá Ástralíu. 

„Þetta er eins og eitt stórt land, svo það er rosalega gott að vera búin að opna landamærin, það mun hjálpa öllum fjölskyldunum,“ sagði Mehat El Masri þegar hann beið á flugvellinum á Nýja-Sjálandi eftir syni sínum sem býr í Sydney. Feðgarnir höfðu ekki sést í 16 mánuði. 

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, sagði stemninguna vera eins og úr …
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, sagði stemninguna vera eins og úr kvikmynd. AFP
Fjölskyldur sameinaðar eftir langan aðskilnað.
Fjölskyldur sameinaðar eftir langan aðskilnað. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert