Fór heim rétt fyrir afmæli Elísabetar

Harry Bretaprins í jarðarför Filippusar prins á laugardaginn.
Harry Bretaprins í jarðarför Filippusar prins á laugardaginn. AFP

Harry Bretaprins er sagður vera farinn frá Bretlandi og kominn heim til fjölskyldu sinnar í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Harry stoppaði í rúma viku í Bretlandi en hann flaug þangað til að vera viðstaddur jarðarför afa síns, Filippusar prins. 

Harry er sagður hafa flogið með flugfélaginu American Airlines að því er fram kemur á vef Daily Mail. Flugvélin lenti stuttu eftir hádegi í gær að staðartíma á LAX-flugvellinum. Bíll prinsins sást yfirgefa flugvöllinn og nokkrum tímum síðar fyrir utan heimili hans í hverfinu Montecito um fjögurleytið. 

Vangaveltur voru um hvort Harry myndi dvelja aðeins lengur í Bretlandi en þetta var fyrsta ferð hans þangað í heilt ár auk þess sem amma hans, Elísabet Bretadrottning, á 95 ára afmæli í dag. Harry hefur þó ákveðið að drífa sig heim til eiginkonu sinnar, Meghan hertogaynju af Sussex, og Archies litla. Meghan gengur með annað barn þeirra og var ráðlagt að fljúga ekki til Bretlands.

Ólétt Meghan beið heima á meðan Harry fór til Bretlands.
Ólétt Meghan beið heima á meðan Harry fór til Bretlands. AFP
mbl.is