Sjáðu eina stærstu lúxussnekkju heims við Akureyri

Snekkjan er ein sú stærsta í heiminum.
Snekkjan er ein sú stærsta í heiminum. Skjáskot/YouTube

Snekkjan A hefur legið við við höfn á Krossanesvíkinni á Akureyri undanfarna daga. Snekkjan er í eigu rússneska milljarðamæringsins Andrey Igorevich Melnichenko og er ein stærsta snekkja heims.

Snekkjan er tæpir 143 metrar að lengd og 25 metra breið og ná möstur hennar þrjú hátt í 100 metra hæð. Melenichenko er ekki um borð í skútunni samkvæmt heimildum Akureyri.net.

mbl.is