Hélt tryllt afmæli í Las Vegas

Söngkonan Lizzo er ekki feimin.
Söngkonan Lizzo er ekki feimin. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Lizzo ákvað að fagna 33 ára afmæli sínu með íburðamikilli ferð til Las Vegas. Hún mætti á svæðið í einkaþotu í sínu fínasta pússi. Ekkert var til sparað og naut Lizzo lífsins ásamt vinum sínum við sundlaugarbakkann og í spilavítum. 

Lizzo var dugleg að birta myndir af herlegheitunum á samfélagsmiðlum og þar má sjá hana lifa lífinu klædda fallegum kjólum skreyttum hlébörðum eins og sannri konu sæmir í Las Vegas. Í afmælisgjöf fékk hún ótal hluti frá Gucci.

Vinkonurnar voru duglegar að stilla sér upp við ýmis tækifæri og ljóst að þetta var gott partí. 

Lizzo er margverðlaunuð söngkona og rappari sem þekkt er fyrir lög á borð við Truth Hurts og Good as Hell.

Svona á að mæta á flugvöllinn. Lizzo kann að ferðast …
Svona á að mæta á flugvöllinn. Lizzo kann að ferðast með stíl. Skjáskot/Instagram

 

Allir elska að opna afmælisgjafir um leið og þeir vakna.
Allir elska að opna afmælisgjafir um leið og þeir vakna. Skjáskot/Instagram
Vinkonurnar kunna að stilla sér upp fyrir myndavélina.
Vinkonurnar kunna að stilla sér upp fyrir myndavélina. Skjáskot/Instagram
Hlébarðakjóllinn vakti mikla athygli og þótti eiga vel við Las …
Hlébarðakjóllinn vakti mikla athygli og þótti eiga vel við Las Vegas. Skjáskot/Instagram
Hollywood-glamúrinn var aldrei langt undan í afmælisferð Lizzo.
Hollywood-glamúrinn var aldrei langt undan í afmælisferð Lizzo. Skjáskot/Instagram
Lizzo kann að taka ógleymanlegar afmælismyndir.
Lizzo kann að taka ógleymanlegar afmælismyndir. Skjáskot/Instagram


View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

mbl.is