Gwyneth Paltrow og sólarvörnin

Gwyneth Paltrow er hrædd við eiturefnin í sólarvörnum.
Gwyneth Paltrow er hrædd við eiturefnin í sólarvörnum. AFP

Sumarið er á næsta leiti og þar með tími ferðalaga. Það má alls ekki gleyma að endurnýja sólarvarnirnar og umfram allt muna að pakka þeim í ferðatöskurnar. 

Gwyneth Paltrow sýndi á dögunum hvernig hún hugsar um húðina á morgnana og áður en hún fer út í sólina. Myndbandið sem britist á Vogue.com vakti mikla athygli fyrir hversu lítið af sólarvörn hún bar á sig. Hún rétt svo setti einn og einn dropa á nefið og kinnarnar. Þá lýsti hún því yfir að hún almennt vildi forðast sólarvörn. 

Margir bentu á að þetta viðhorf væri ekki til eftirbreytni og að það væri alls ekki nóg að setja svona litla sólarvörn á sig. Þá bentu aðrir á það að axlir og bringa Paltrow væru augljóslega farin að láta á sjá vegna sólarskemmda.

„Ég vildi að ég hefði ekki séð þetta myndband,“ sagði Shereen Idris húðlæknir.

„Sólarvörn er ekki eitur og enginn er ónæmur fyrir húðkrabbameini af völdum sólarinnar.“

„Margir bera á sig of þunnt lag af sólarvörn en sannleikurinn er að meira er meira. Fullorðinn einstaklingur ætti að bera á sig 35 ml eða sem samsvarar sjö matskeiðum. Þá er alltaf betra að bera of mikið en of lítið,“ sagði Idris. „Það er miklu betra að bera á sig of mikið en að þurfa að fara að fjarlægja óeðlilegan vöxt og eiga örin til minningar.

Margir halda að maður fái ekki D-vítamín ef maður ber á sig sólarvörn en það eru engar rannsóknir sem styðja þá kenningu. Maður þarf bara tíu mínútur til að fá D-vítamín-skammtinn sinn auk þess sem hann er hægt að fá úr góðri fæðu, t.d. feitum fiski.“

Gwyneth Paltrow setur mjög litla sólarvörn á sig. Margir hafa …
Gwyneth Paltrow setur mjög litla sólarvörn á sig. Margir hafa gagnrýnt hana fyrir að sýna slæmt fordæmi. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert