Gates í felum í lúxusgolfklúbbi

Bill Gates dvelur nú í einkagolfklúbbi í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Bill Gates dvelur nú í einkagolfklúbbi í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Milljarðamæringurinn Bill Gates hefur dvalið í golfklúbbnum The Vintage Club í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Hinn 65 ára Gates stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína Melindu Gates. 

Klúbburinn sem Gates dvelur í er aðeins fyrir þá ríku og frægu og er mikið næði þar. „Bill sá greinilega að þessi skilnaður væri í kortunum fyrir löngu því hann hefur verið þarna í um þrjá mánuði,“ sagði heimildamaður Page Six

Gates sást í klúbbnum í vikunni með dóttur sinni Jennifer Gates og unnusta hennar Nayel Nassar. 

Gates á eign á landsvæði klúbbsins þar sem hann getur dvalið í ró og næði. Fleiri milljarðamæringar eiga einnig eignir á svæðinu, þar á meðal Charles Koch, Philip Anshultz og Dennis Washington. 

Samkvæmt heimildum Page Six festi Gates kaup á húsi í klúbbnum árið 1990. Þá kostaði það 12,5 milljónir bandaríkjadala. Húsið er 1.260 fermetrar og í því eru sex svefnherbergi og níu baðherbergi. Þar að auki er golfvöllur við húsið.

Greint var frá því í síðustu viku að þegar Gates-hjónin ákváðu að þau myndu skilja leigði Melinda einkaeyju til afnota fyrir fjölskylduna, það er að segja, alla nema Bill. 

mbl.is