Stjörnustríðshótelið verður engu líkt

Plakat fyrir Stjörnustríð VII. Nýtt hótel í anda söguheimsins opnar …
Plakat fyrir Stjörnustríð VII. Nýtt hótel í anda söguheimsins opnar á næsta ári.

Nýtt stjörnustríðshótel verður opnað á næsta ári í Disneygarði. Hótelið verður óhefðbundið þar sem um eins konar skemmtigarð og heildstæða upplifun er að ræða. Skemmtiferðin á hótelinu tekur tvo daga og tvær nætur. 

Hótelið er í skemmtigarði Disney, Hollywood Studios. Opna átti hótelið á þessu ári en ákveðið var að fresta opnuninni. Hótelherbergin líkist káetum í geimskipi.

Líkja má hótelupplifuninni við hlutverkaleik. Gestir hótelsins verða hetjur í eigin söguþræði. Þeir eiga í samskiptum við aðrar persónur og starfslið og söguþráðurinn mismunandi eftir því hvaða ákvarðanir gestir taka meðan á dvölinni stendur. Á meðal þess sem boðið er upp á er að læra að stjórna geimskipi. 

Það eru 32 káetur á hverri hæð og tvær betri káetur. Allt að fimm manns komast í stærri herbergin. Gistingin og upplifunin er þó ekki ókeypis að því er fram kemur á vef The Sun. Orðrómur er um að herbergin kosti frá 3.300 upp í 7.200 bandaríkjadali eða 410 til 900 þúsund íslenskra króna.

Tölvugerð mynd af hótelinu.
Tölvugerð mynd af hótelinu. Ljósmynd/Disney
Tölvugerð mynd af hótelinu.
Tölvugerð mynd af hótelinu. Ljósmynd/Disney
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert