Flugfreyja missti tennur, hætta að selja áfengi um borð

Flugdólgar ógna sölu áfengis hjá flugfélögum
Flugdólgar ógna sölu áfengis hjá flugfélögum Ljósmynd/Lukas Souza

Fleiri flugdólgar virðasta vera á flugi en áður ef marka má fréttir vestanhafs og er staðan orðin það slæm að flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines hafa ákveðið að hætta sölu áfengra drykkja um borð í farþegaflugi.

Ástæðuna má rekja til hegðunarvandamála flugfarþega. Síðustu misseri hafa flugfélögin séð hærri tíðni flugdólga um borð og telja flugfélögin að bann við sölu áfengis um borð muni fækka flugdólgum í farþegaflugi.

Það sem fyllti mælinn hjá Southwest Airlines er líkamsárás farþega á flugfreyju með þeim afleiðingum að hún missti tvær tennur, sjá má atvikið á myndbandi hér að neðan. Frá 8. apríl til 15. maí hafa verið skráð 477 atvik þar sem farþegum og áhöfnum hefur stafað hætta af flugdólgum í Bandaríkjunum.

Fyrir heimsfaraldur voru skráð að meðaltali 100 til 150 atvik á ári. Í ár er fjöldi atvika komin í 2500 þar af 1900 atvik sem tengjast farþegum sem brjóta lög varðandi grímuskyldu um borð.

Frétt NBC.

mbl.is