Láta loka sig inni í fangelsi í sumar

Bodmin fangelsið í Cornwall er vinsæll áfangastaður fyrir þá sem …
Bodmin fangelsið í Cornwall er vinsæll áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa sársaukafullt sumarleyfi. mbl.is/Instagram

Þótt ótrúlegt megi virðast eru til ferðamenn sem vilja láta læsa sig inn í gömlu fangelsi í sumarleyfinu. Þetta vita eigendur Bodmin á Suðvestur-Englandi. Ferðamennska sem byggist á sársaukafullri upplifun (e. dark tourism) verður sífellt vinsælli enda margir sem hafa valið að fara löglegu leiðina í lífinu til að upplifa óþægilega hluti. 

Bodmin-fangelsið á rætur að rekja til ársins 1779. Það var endurbyggt á 19. öld og þótti einstaklega óhugnanlegur og hræðilegur staður, allt þar til fangelsinu var lokað árið 1927. 

Fjölmargt fólk var látið vinna eins og þrælar, pyntað og drepið í fangelsinu. Fólkið var á öllum aldri og börn voru fangelsuð með fullorðnu fólki. Dæmi um einstaklinga sem voru fangelsaðir á staðnum var James Bassett, fimmtán ára nemi sem var fundinn sekur um að kveikja í vinnustofu yfirmanns síns.

Fangelsið er talið reimt og mega gestir því búast við alls konar óvæntri upplifun á staðnum. Þótt hótelið sé fallegt ásýndar er lítið gert til að breyta uppsetningu hefðbundins fangelsis. Þægindin þykja þó mikil og dýnur og sængur mun betri en hefðbundnir fangar þurfa að sætta sig við. Tvöfalt herbergi er sett í tvo fangaklefa og ekkert til sparað í lýsingu og hönnun. 

Financial Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert