Saga stofnaði sitt eigið fyrirtæki í heimsfaraldrinum

Saga Líf Friðriksdóttir hefur unnið sem leiðsögukona í sjö ár …
Saga Líf Friðriksdóttir hefur unnið sem leiðsögukona í sjö ár og ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki sem býður upp á ferðir fyrir konur upp á hálendið.

Leiðsögukonan Saga Líf Friðriksdóttir ákvað að stofna eigin ferðaþjónustufyrirtæki í heimsfaraldrinum. Mörgum hefði eflaust fundist það afleit hugmynd vegna þess hve geirinn var í mikilli lægð í faraldrinum. Saga ákvað hins vegar að kýla á það eftir spjall við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í Þórsmörk síðasta sumar. 

Saga hefur unnið sem leiðsögukona í sjö ár og átti sér þann draum að stofna eigið fyrirtæki. Fyrirtækið hennar, Viking Women Tour, sérhæfir sig í kvennaferðum. „Það var ekkert fyrirtæki sem sérhæfir sig í kvennaferðum hér á landi og mér þótti full ástæða til að kanna áhugann hjá bæði innlendum og erlendum,“ segir Saga í viðtali viðmbl.is. 

Útsýnið í ferðum Sögu verður ekki metið til fjár.
Útsýnið í ferðum Sögu verður ekki metið til fjár.

Um þessar mundir býður hún upp á göngu- og jógaferðir. „Ástæða þess að ég ákvað að tvinna saman fjallgöngur og jóga er fyrst og fremst sú að þetta eru mín tvö helstu áhugamál. Eins gaman og það er að horfa út á við í stórbrotinni náttúru Íslands er líka gott að horfa inn á við og stunda gott jóga í fersku fjallalofti. Það er gott að teygja vel á eftir erfiða göngu og þetta myndar frábært jafnvægi þegar fæturnir eru lúnir næsta dag, sérstaklega,“ segir Saga. 

Í rekstri sínum leggur hún áherslu á ánægjulega upplifun viðskiptavina …
Í rekstri sínum leggur hún áherslu á ánægjulega upplifun viðskiptavina og að konur finni fyrir meira sjálfstrausti eftir ferðirnar.

Í dag eru tvær leiðir í boði, Laugavegurinn og Fimmvörðuháls. „Ég valdi Laugaveginn og Fimmvörðuháls af þeirri einföldu ástæðu að allir þurfa helst að upplifa þessar gönguleiðir. Þessar leiðir eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér og ég þekki þær eins og handarbakið á mér. Það skemmir ekki fyrir að þær enda báðar í Þórsmörk,“ segir Saga. 

Saga ákvað að ríða á vaðið eftir að hafa spjallað …
Saga ákvað að ríða á vaðið eftir að hafa spjallað við Vigdísi Finnbogadóttur.

Í framtíðinni sér Saga fyrir sér að bjóða upp á jöklagöngur og hefðbundnar sýnisferðir. Í rekstri sínum leggur hún áherslu á ánægjulega upplifun viðskiptavina og að konur finni fyrir meira sjálfstrausti eftir ferðirnar. 

„Áhersla er sömuleiðis hjá mér á virðingu fyrir náttúrunni, t.d. varðandi þau spor sem við skiljum eftir þegar landið okkar er heimsótt. Að lokum er vert að nefna að ég mun í framtíðinni leggja áherslu á að ráða konur í flest störf innan fyrirtækisins, bæði til að styðja við aðrar konur í þessari annars karllægu stétt, en líka til að mynda „girlpower“-stemningu meðal starfsmanna og viðskiptavina,“ segir Saga.

Saga leggur líka áherslu á virðingu fyrir náttúrunni.
Saga leggur líka áherslu á virðingu fyrir náttúrunni.
Göngu- og jógaferðirnar hafa verið vinsælar það sem af er …
Göngu- og jógaferðirnar hafa verið vinsælar það sem af er sumri.
Fjallgöngur og jóga eru helstu áhugamál Sögu svo hún ákvað …
Fjallgöngur og jóga eru helstu áhugamál Sögu svo hún ákvað að samtvinna þau í ferðum sínum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert