Heimsótti einn af eftirlætisstöðum Filippusar

Elísabet II Bretadrottning fór til Sandringham um helgina.
Elísabet II Bretadrottning fór til Sandringham um helgina. AFP

Elísabet II Bretadrottning fór í ferð til Sandringham í Norfolk um helgina. Ekki var um formlega ferð að ræða heldur einkaferð á vegum drottningarinnar. Drottningin fór frá Windsorkastala á föstudag. 

Sandringham var Filippusi hertoga af Edinborg mjög kær og eyddi hann stórum hluta af síðustu árunum í lífi sínu á búgarðinum. Þegar hann lét af störfum hjá konungsfjölskyldunni vegna aldurs árið 2017 eyddi hann miklum tíma í Sandringham á meðan Elísabet dvaldi í Buckinghamhöll. Filippus lést 9. apríl síðastliðinn, 99 ára að aldri. 

Um helgina sást Elísabet rúnta um landið í kringum Sandringham með vini sínum John Warren. Frá andláti Filippusar hefur hún að mestu haldið til í Windsor og tekið á móti fólki í gegnum fjarfundarbúnað. Hún er þó búin að fara í eitt annað ferðalag í sumar, til Skotlands.

Filippus hertogi af Edinborg varði mörgum stundum í Sandringham eftir …
Filippus hertogi af Edinborg varði mörgum stundum í Sandringham eftir að hann lét af störfum hjá konungsfjölskyldunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert