Lína og Gummi á fimm stjörnu hóteli í París

Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálsson eru í París.
Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálsson eru í París.

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason ætla að eyða verslunarmannahelginni í borg ástarinnar, París í Frakklandi. Parið, sem ferðast mikið saman, dvelur á Le Pont Neuf-hótelinu sem er fimm stjörnu hótel í 1. hverfi borgarinnar. 

Hótelið er dásamlega fallegt og á besta stað í borginni. Það er steinsnar frá helstu kennileitum borgarinnar, Louvre-safninu og Notre-Dame-kirkjunni. Á vef hótelsins segir að það hafi verið hannað eins og heimili Parísarbúa og andrúmsloftið sé eins og annað heimili fyrir unnendur menningar, tísku og ævintýra. 

Í fimm mínútna göngufjarlægð frá hótelinu er La Samaritaine-verslunarmiðstöðina að finna. 

mbl.is