Magnað miðsumarsmiðnætti við gosið

Allt sem er óvenjulegt, sjaldgæft og magnþrungið heillar okkur mannfólkið. Gosið í Geldingadölum er engin undantekning og er fjöldi fólks sem fylgist með framvindu þess dag og nótt, um allan heim, í gegnum vefmyndavélar.

Í dag eru ýmsir sem spá því að gosið sé á enda komið. Það sé að klára sig, deyja út, kveðja ... þótt enginn viti hvað gerist. Eitt er samt víst og það er að það eru forréttindi að búa á landi þar sem almenningi er treyst til að labba um og skoða náttúrufyrirbrigði eins og eldgos á sama hátt og Dettifoss, Fjaðrárgljúfur eða Stuðlagil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka