Ljósið í myrkrinu

Vitar hafa leitt sjómenn heim í faðm sinna nánustu um ár og aldir. Þessar byggingar sem eru formfagrar og litríkar hafa alltaf heillað höfund sem á sínum yngri árum fór á loðnu og eltist við rækju á Flæmska hattinum.

Sauðanesviti við mynni Siglufjarðar er einn af þessum vitum og glæsileiki hans eflaust mest áberandi á vetrardögum þegar snjór þekur landslagið og grænblátt hafið kyssir strendur og steina. 

mbl.is
Loka