Einstakt myndband frá gosinu

Náttúruöflin í sinni hreinustu mynd er aðdráttarafl sem fáir standast. Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur nú staðið yfir í meira en 5 mánuði og virðist síður en svo vera að síga á seinni hluta þess.

Á þessum fimm mánuðum hefur höfundur séð og skrásett ótrúlegar breytingar á umhverfinu og landslagið allt annað en þegar hann mætti einn af þeim fyrstu að gosstöðvunum snemma dags 20. mars.

Í raun þarf ekki að hafa mörg orð um gosið en það sem heillar hvað mest er síbreytileikinn, krafturinn, fegurðin sem leynist þar sem áður voru Geldingadalir en er í dag hraunslétta.


 

mbl.is