Sýndi pabbalíkamann á ferðalagi

Vin Diesel
Vin Diesel AFP

Fituskömmin leggst ekki bara á konur heldur mega karlar einnig vara sig. Leikarinn Vin Diesel fékk að finna fyrir því um daginn en hann sást í sólbaði á snekkju við strendur Ítalíu og gleymdi að spenna magavöðvana. Allt ætlaði um koll að keyra en á einni myndinni má sjá hann strjúka sér blítt um magann. Slúðursíðan Page Six greinir frá þessu. Margir tóku þessu fagnandi og buðu hann velkominn í pabbalíkama-klúbbinn.

Diesel sem sló í gegn í Fast and the Furious-myndunum hefur almennt verið þekktur fyrir vel tónaðan líkama. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann er gagnrýndur fyrir að sýna ávalar línur en árið 2015 svaraði hann gagnrýninni með því að minna á að það væri alltaf rangt að gera lítið úr líkömum fólks.

Diesel er 54 ára og á þrjú börn sem eru 13, 11 og 6 ára. Diesel er búinn að vera á ferðalagi um Ítalíu þar sem nú stendur yfir kvikmyndahátíð í Feneyjum. 

Vin Diesel um borð í snekkju.
Vin Diesel um borð í snekkju. Skjáskot/Page Six
Vin Diesel hefur það gott í fríi á Ítalíu.
Vin Diesel hefur það gott í fríi á Ítalíu. Skjáskot/Page Six
mbl.is