Neyddust til að fara í ferðalag daginn eftir partí ársins

Skyldan kallaði. Vilhjálmur og Katrín þurftu að fara til Norður-Írlands.
Skyldan kallaði. Vilhjálmur og Katrín þurftu að fara til Norður-Írlands. AFP

Það verður ekki sagt um þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju að þau borði skonsur og lepji te uppi í rúmi langt fram eftir morgni í Kensington-höll í Lundúnum. Hjónin neyddust til þess að fara snemma heim eftir frumsýningu nýjustu James Bond-myndarinnar á miðvikudaginn þar sem opinber heimsókn til Norður-Írlands beið þeirra. 

Hertogahjónin fóru til Norður-Írlands, nánar tiltekið til Londonderrry eða Derry eins og borgin er kölluð en um er að ræða næststærstu borg Norður-Írlands. Það tekur tæplega einn og hálfan tíma að fljúga frá London til borgarinnar. Ferð hjónanna tók aðeins einn dag en þau hittu meðal annars ungt fólk á svæðinu. 

Ferðin kom mörgum óvart þar sem eitt stærsta fréttaefnið kvöldið áður og sama morgun var langþráð frumsýning James Bond-myndarinnar No Time to Die sem frestað hafði verið ítrekað vegna faraldursins. Á frumsýningunni í Royal Albert Hall í Lundúnum stal Katrín senunni í gylltum kjól. Skyldan kallaði hins vegar og hjónin skælbrosandi þegar þau lentu á Norður-Írlandi. 

Vilhjálmur og Katrín fengu ekki að sofa út.
Vilhjálmur og Katrín fengu ekki að sofa út. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert