Hvernig á að fá meira pláss í flugvélum?

Oft getur verið þröngt í flugvélum. Það er sitthvað hægt …
Oft getur verið þröngt í flugvélum. Það er sitthvað hægt að gera til þess að auka líkurnar á að maður sitji einn í heilli röð.

Chelsea Dickenson heldur úti ferðalagasíðunni Cheap Holiday Expert. Hún gefur lesendum sínum ráð um hvernig eigi að auka líkurnar á að enginn setjist við hliðina á manni í flugvél og fái þannig meira rými fyrir sig.

Tveir að ferðast saman

Hún segir að best sé að ferðast með einhverjum og bóka ekki sætin saman heldur þannig að einn sé við ganginn en hinn við gluggann. Þetta sé vegna þess að fólk sem ferðast eitt er mun ólíklegra til þess að velja sér laust sæti í miðjunni, á milli einhverra ókunnugra. Þannig má auka líkurnar á að maður fái meira pláss í vélinni að því gefnu að vélin sé ekki full.

Ef svo ólíklega vildi til að einhver velji svo miðjusætið, þá eru miklar líkur á að hann sé til í að skipta á sætum svo þú og ferðafélagi þinn geti setið saman. 

Ef þú ert einn á ferð

Þá segir hún að hægt sé að aðlaga þessa aðferð sé maður að ferðast einn. Þá á maður að bóka miðjusætið og vona að enginn kjósi sætin við hliðina á þér. „Þetta er áhættusöm leið en að maður vinnur ekki í lottói ef maður spilar ekki með,“ segir Dickenson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert