Sara í Júník á slóðum ríka og fræga fólksins

Sara í Júník við barinn á The Ivy Spinningsfield.
Sara í Júník við barinn á The Ivy Spinningsfield. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan Sara Lind Pálsdóttir, sem oftast er kennd við fataverslunina Júník, er stödd í Manchester um þessar mundir. 

Sara birti myndir af sér í sögu á Instagram ásamt tveimur vinkonum þar sem þær skáluðu í kokteilum á veitingastaðnum The Ivy sem staðsettur er í Spinningfields hverfinu í Manchester-borg. Veitingastaðurinn hefur verið mjög vinsæll á meðal ríka og fræga fólksins sem á það til að snæða fína kvöldverði og drekka dýr vín langt fram á kvöld á staðnum. 

Það virtist fara vel um þær stöllur á veitingastaðnum og ófáar myndir teknar á og við staðinn. Enda er hann einstaklega vel innréttaður og umhverfið tilvalið fyrir myndatökur.

mbl.is