Viltu vinna fyrir Skúla Mogensen?

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen búa í Hvammsvík.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen búa í Hvammsvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen leitar að starfsfólki í Hvammsvík en þar rekur Skúli ferðaþjónustu. Um fjögur störf eru að ræða. Hvammsvík er í Hvalfirði en þar býr Skúli ásamt konu sinni Grímu Björg Thorarensen og tveimur ungum sonum þeirra. 

Fólk sem er í leit að ævintýrum og vill taka þátt í uppbyggingu á heimsmælikvarða er hvatt til að sækja um að því fram kemur á Instagram-síðu Hvammsvíkur í dag.

„Við leitum að kraftmiklum aðila sem hefur brennandi áhuga á náttúru, heilsu og ferðalögum til að taka þátt í og leiða spennandi uppbyggingu í Hvammsvík með sjóböðum, lúxusgistingu og einstakri upplifun,“ segir í auglýsingunni á Vinnvinn.is. Það vantar rekstrarstjóra, sölu- og markaðsstjóra, umsókn með kerfum og fasteignum og aðalbókara til starfa. Rekstrarstjórinn ber meðal annars ábyrgð á daglegum rekstri sjóbaðanna og gistingarinnar í Hvammsvík.

Skúli sem stofn­aði flugfélagið Wow leig­ir út hús­næði í Hvammsvík. Hann stefn­ir á frek­ar upp­bygg­ingu í ferðaþjón­ustu og eru sjó­böð í Hvamms­vík á dag­skrá. Skúli setti sum­ar­húsalóðir á land­inu á sölu í haust og prýddi Hvamms­vík forsíðu Húsa og hí­býla í sum­ar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert